mánudagur, júní 18, 2007

17. júní

Við Lóla hengjum okkur á Eiðistorgi í boði Seltjararnesbæjar og á næsta ári ætla ég mér að vera í risastórum kúkabúningi í lítilli barnaplastlaug, vonandi í boði Seltjarnarnesbæjar enn á ný, þriðja árið í röð. Svo fer ég niðrí bæ til að athuga hvort ég geti skotið mig í löppina eða drekkt sorgum mínum. Einhver maður biður mig að byrja með sér, því honum finnst ég með svo falleg augu. Hann er fullur. Annar maður geltir eins og hundur til að fá athygli íslensks fjárhunds. Svo sargar hann á fiðlu eins og óður maður við hliðiná okkur Karól. Hann er líka fullur. Svo snýr hann sér að Karól og segir "Where are you from?" með þykkum íslenskum rónahreim og reynir að horfa framan í hana en bjórinn vill bara horfa á stéttina. "Ég er frá Íslandi" segir Karól og maðurinn verður hissa og segir að það geti ekki verið "Þú ert svo skrýtin!". Svo tautar hann með sjálfum sér hvað Karól sé skrýtin. Ég fel bjór í erminni minni á Arnarhóli því ég vil ekki að börnin sjái mig. Ó hve glöð er vort æska orti víst einhvern. Ó guðs vors Maísól sötrar bjór fyrir framan MR og hittir vora glöðu æsku. Svo stíg ég dans með eldri manni. Hann er fullur og glaður. Raggi Bjarnason syngur Nanananaaaaa og ég er hætt við að skjóta mig í fótinn. Í bili. Í staðinn ætla ég að fara að finna þennan blessaða kúkabúning. Maður þarf jú að hugsa um framtíðina.

0 ummæli: