fimmtudagur, júní 07, 2007

[BLOGG 3/3]
Maísól er væmin


Og þá fer þessu öllu að ljúka. Skólinn klárast á morgun með því að skólastjórinn, sem ég elska, ætlar að elda brjálæðislega mikinn mat handa okkur og kynna okkur fyrir hundinum sínum. Í dag kom maður og kenndi okkur að jöggla með hatta. Kakó og Clooney fluttu í dag og ég fékk illt í hjartað af söknuði. Ég elska þær ofsalega mikið. Við Lóla þrifum íbúðina og á laugardaginn lýkur sambúð okkar í bili. Það er agalegt. Við höfum deilt rúmi, fötum, glösum, tannburstum, tilfinningum, áhyggjum, gleði og ást síðan í byrjun september. Merkilegt með hana Lólu. Hún er alveg stórkostleg. Krakkarnir í skókanum héldu að við hefðum þekkst frá fæðingu. Og fólkið í kórnum hélt við værum systur, sem er algengur misskilningur. Við erum jú eins og eitt. Það er gott. Og mikið elska ég Karól. Hún er yndislegust af öllum.
Þó að ég hafi ekki náð öllum takmörkum sem ég hafi sett mér á þessu ári þá er ég sátt og glöð. Þetta hefur verið undursamlegt. Þremmeningasambandið, Karól og Guðný hafa án alls efa átt mikinn þátt í því. Sem og skólinn. Og Kóngsins. Og ástin. Og vinirnir. Og lífið. Það er gott þetta líf. Nú hlakka ég bara til að kyssa ykkur mín kæru, sem eruð heima á Íslandi. Gott að vera væminn. Það er stórkostlegt. Margt er að elska. Margs er að sakna. Gaman að hlakka til. Gaman að vera glaður. Og nú lýkur þessari vænmi.

0 ummæli: