[BLOGG 2/3]
Maísól er í Kóngsins
Ekki veit ég hvert allur þessi blessaði tími fór í maí, en maí er greinilega búin. Og vel það. Þrátt fyrir ýmislegt misjafnt og leiðinlegt þá hefur maí engu að síður verið stórgóður. Sumarið er komið svo Kakó og Clooney eru farnar að vera á brókinni til að lífga upp á annars gráan hversdagsleika flutningabílstjóra og vina þeirra. Kakó og Clooney eru líka fluttar til okkar tímabundið, svona alveg eins og fyrstu mánuðina okkar í slottinu. Enn fremur kom Vígþór Sjafnar (bróðir Lólu) til okkar um helgina og vaskaði upp á ameríska tenóraháttinn. Og bjó til kaffi. Dóra Björt kom úr menningunni í Noregi og keypti klósettpappír, því það gera þeir víst í Noregi. Ég stal pappírnum svo, til að við náum að halda út leigutímabilið án þess að kaupa svo mikið sem eina rúllu. Steinþór stal líka þónokkrum rúllum í öllum sínum þúsund lestarferðum til og frá Kastrup. Hetja. Gus Gus voru stórkostleg. Ætli ég segi það ekki einu sinni enn, bara svona uppá prinsippið, ég elska Gus Gus.
En nú er hefur Steinþór loksins komist heim til Íslands, eins og ég mun gera á laugardaginn. Þangað til hef ég þúsund hluti að ganga frá og er því mjög gott að ég sé búin að sitja á Laundromat í tvo tíma, teikna og stara út um gluggann. Þannig ákorka ég mestu. Og nú ætlum við Kakó (sem ég elska mun mun mun meira en Gus Gus) að ræða framtíðina og væla pínulítið. Því það er líka svo nauðsynlegt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli