[BLOGG 1/3]
Maísól fer til Íslands
Eftir viku verð ég heima á Íslandi. Vonandi sit ég um þetta leiti á svefherbergisgólfinu mínu að drekka Egils Appelsín með lakkrísröri að hlusta á vínylplötu og horfa á skónna mína. Svo kemur mamma og spyr hvort að ég sé með eitthvað svart sem þarf að þvo. Eða hvort ég vilji ekki koma með henni í sund. Eða fá mér vatn. Eða jógúrt. Eða hvort ég vilji fara í inniskó. Eða hvort ég nenni að ryksuga. Eða hvort ég hafi sé gleraugun hennar. Eða hvort ég geti hjálpað henni að kveikja á tölvunni. Svo kemur kannski Tobbi og við fáum okkur kaffi. Svo byrja ég að vinna með 9 strákum í Listahóp Seltjarnarness og sem DJ Maísól á Kofanum aðra hverja helgi. Á kvöldin fer ég oft að labba við sjóinn af því það er svo mannbætandi. Og hlusta á fulgana. Fæ mér bjór og labba heim í nætursólinni. Svo fer ég til Póllands á listahátið og á L.ung.A. Og verð með vinum mínum sem eru svo frábærir og fabjúlöss. En sakna Kakó og Clooney. Og hjólsins míns. Og djús á flösku. Og Tuborg (á viðráðanlegu verði).
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli