mánudagur, maí 28, 2007

Örlítið af afmæli, trúðum, Steinþóri og Kakó

Að eiga afmæli á trúðafestivali er mjög góð hugmynd. Þá er spilað fyrir mann á pínulitla munnhörpu, manni er komið á óvart með kampavínspartýi á kirkjutröppum, manni er gefin lítill falleg harmónikka, kysstur í bak og fyrir og hygger sig. Og að vera á trúðafesitvali er mjög áhugavert. Gömlu trúðarnir eru kannski búnir að vinna sem trúðar í 26 ár og eru kempur. Og allir eru í risastórum skóm og með hatt með blómi.

Elskulegur Steinþór hefur nú heiðrað Þremenningasambandið með nærveru sinni. Hann neitar að tala dönsku og talar íslensku við alla. Sem er skemmtilegt því allir skilja hann. Svo subbum við saman í bjór í boði mömmu hans (skál fyrir því) og erum fabjúlöss. Ahh, ég elska Steinþór.

Kakó á afmæli á föstudaginn. Elsku barnið. Þá er líka trúðasýning hjá okkur. Og Gus Gus tónleikar. Æ já. Dejligt þetta líf.

0 ummæli: