miðvikudagur, mars 28, 2007

Arcade Fire

Og þá er helgi hinnar íslensku drengja yfirstaðin. Það voru heldur mikill vonbrigði að Arcade Fire tónleikunum hefði verið aflýst því það var jú ástæða þess að flokkurinn hélt til Kóngsins. Í staðinn var mikið um söng, bjór og aðra gleði. Vei!

Mikil umræða spannst sökum klósettpappírsleysis heima hjá okkur Lólu sem og heima hjá Kakó og Clooney. Sérstaklega þegar partýið hjá Kakó og Clooney var í fullum gangi og fólk þurfti að skeina sér með nýjasta tölublaði Eurowoman. Klósettpappírinn er ekki rándýr í Danmörku, þvert á það sem margir virðast halda. Það er svo sem skiljanlegt þar sem við kaupum okkur aldrei pappír, en fyrir okkur er þetta einskonar lífsmottó. Afhverju að kaupa klósettpappírinn þegar við getum fengið hann frítt? Og þess vegna vil ég leggja ykkur línurnar í þessum klósettpappírstuldursbransa..

The Five Golden Rules of Stealing Toilet Paper

1. Það er allt í lagi að stela klósettpappír. Flestir opinberir staðir kaupa klósettpappír í magninnkaupum og engan úrvalspappír svo að það er ekki mikið peningatap að ein og ein rúlla hverfi. Ekki vera of gróf í stuldrinum þó, eins og að taka allar rúllurnar sem þið finnið á einum stað.

2. Helst á að stela frá kaffihúsum þar sem þjónustan hefur verið afburðar léleg, skemmtistöðum sem hefur þurft að borga morðfjár inná eða frá stöðum þar sem eingöngu er ljótt fólk, vond lykt eða starfsfólkið á barnum er fullt. Þ.e.a.s. á stöðum sem eiga það skilið.

3. Reynið helst að komast yfir svokallaðar verkamannarúllur, þ.e.a.s. stórar klósettrúllur sem eru í þar til gerðum klósettkössum. Þær endast lengst.

4. Skemmtilegt er að gera þetta að leik. T.d. að fara á ákveðnum kvöldum í klósettpappírsleiðangur á bodegu í nágrenninu, fara á klósettið án tösku og reyna að koma rúllunni aftur að borðinu óséður. T.d. með því að setja rúlluni á milli lappanna sértu í kjól, ofaní sokkabuxurnar, í brjóstahaldarann (búiru að svo góðum barmi) eða þar fram eftir götunum.

5. Þegar þú færð gesti skaltu segja þeim að stela a.m.k. einni rúllu fyrir þig. Svo er hægt að halda keppni hvaða gestur stelur flestum rúllum.

0 ummæli: