Af mekanisma og öðrum mikilvægum hlutum
Flest allir veraldlegir hlutir sem ég á sem ganga fyrir einhverskonar mekanisma eru í ólagi. Tölvan mín er í gíslingu í Apple-búðinni á Vesterbrogade þar sem viðgerðarmaðurinn hefur átt ömurlegt líf og ákveðið að láta það bitna á viðskiptavinum búðarinnar (án gríns, ég er búin að sálgreina hann).
Hjólið mitt datt í roki og heldur stundum að það sé fugl. Ekki bara einn fugl. Að framan er það þröstur, hjólakeðjan heldur að hún sé önd og afturdekkið heldur að það sé einhver vorfugl. Stundum þegar ég er að hjóla á fuglaflokknum mínum fram hjá Fælledsparken þá byrja allir fuglarnir í trjánum að syngja, mér til samlætis. Það er upplífgandi.
Fyrir jól stal einhver hommi (ég er ekki fordómafull, það var í alvöru hommi) iPóðanum mínum og hef ég því verið meira og minna tónlistarlaus síðan tölvan mín bilaði. Það hefur verið glatað en núna er ég búin að fá nýjan póða beint frá New York. Það er ekki glatað. Það er geðveikt. Megaplús til Karólar.
Á fimmtudaginn kemur helmingur íslenskra karlmanna hingað til Kóngsins til að sjá Arcade Fire. Fremstur í flokki er það hjartkær Þorleifur og verður þessi helgi því tryllingur. Partý, hyggerí, almenn vitleysa, tónleikar og þar fram eftir götunum. Mest hlakka ég þó til að fara á barinn með Tobba og ræða heimsmálin. Eða bara veðrið.
Æ ágæta fólk. Ég biðst afsökunar, ég er búin að gleyma hvernig á að gera þetta. Ég skal koma mér í betra form.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli