laugardagur, október 28, 2006

Leikrit - sönn saga
Persónur og leikendur

Hann


HúnUm borð í flugvél

Hann: "Hvað heitiru?"
Hún: "Ég heiti Maísól"
Hann: "Vá, en fallegt"
Hún: "Takk!"
Hann: Skemmtiru þér vel á Ariwaves?
Hún: "Já, mjög vel! En þú?"
Hann: "Mjög vel. Þetta er ótrúlega skemmtileg hátíð. Þið Íslendingar eruð alveg magnaðir. Hefur farið oft áður?"
Hún: "Já, þetta var fimmta skiptið sem ég fer"
Hann "Er það? Frábært. Hvað fannst þér skemmtilegast í ár?"
Hún: "Laugardagskvöldið á Þjóðleikhúskjallarnum. Patrick Watson, Hjaltalín og Jens Lekman. Hann var alveg ótrúlegur"
Hann: "Já, hann er rosalega klár"
Hún: "Já ég var orðlaus, Ég var því miður ekki komin þegar þú varst að spila, en ég sá þig Í Kaupmannahöfn um daginn. Það var æðislegt. Mér finnst tónlistin þín alveg stórkostleg"
Hann "Finnst þér það? Takk fyrir það"
Hún: "Jæja, þá erum við lent. Takk fyrir spjallið"
Hann: "Já, sömuleiðis. Við sjáumst"
Hún: hugsar "Haha.. einmitt!"

0 ummæli: