mánudagur, október 23, 2006

Hugsanir um hið margbrotna líf
Þetta kemur frá hjartanu.

Ég kom heim á fimmtudaginn til þess að kveðja afa minn, sem var jarðaður í dag. Heimsóknin var súrsæt. Það var gott að koma heim en tilefnið var skiljanlega erfitt. Ég fékk miða á Airwaves sem gerði það að verkum að ég hitti vini mína sem koma mér sífellt á óvart með því að vera skemmtilegri, hæfileikaríkar, yndislegri, fallegri og betri en mig minnti. Ég hitti foreldra mína sem eru stórfenglegasta fólk sem ég þekki og fylla mig stolti.

Þegar haustsólin skein inn um kirkjugluggana, lék við liljurnar hans afa og kvaddi hann þar með í síðasta sinn áttaði ég mig á því hvað ég er heppin. Ég stend á tímamótum. Ég er þakklát, einlæg og auðmjúk gangvart lífinu. Í kringum mig er einungis fólk sem mér þykir svo vænt um. Fólk sem hefur gefið mér og kennt mér svo margt og átt hlut í því að gera mig að þeirri manneksju sem ég er. Ég er uppfull af ást og elska svo marga og svo margt. Ég er stolt af mér fyrir að fylgja hjartanu og láta drauma mína rætast. Það er ég sem set reglurnar héðan af. Ég ætla að njóta lífsins, til þess er það. Ég vona að þið gerið það með mér.

Þúsundfaldar þakkir til ykkra sem vitið öll hver þið eruð. Þið skiptið mig máli. Miklu máli. Takk og takk.

0 ummæli: