sunnudagur, september 03, 2006

Og svo tekur alvaran við..

Síðustu dagar hafa verið viðburðaríkir. Skokk í morgunsárið á laugardaginn fram hjá höllinni í Frederiksberghave, táknmálstúlkur í karókí á fimmtudagskvöldið, spjall við pólverja í rigningunni, tequila skrall hjá Þremenningasambandinu, brunch með góðum flokki vespna nokkrum ágætum stúlkum til lítillra gleði (en mér hins vegar til mikillar gleði að fylgjast með viðbrögðunum), partý við undirspil heillrar sinfóníuhljómsveitar, hjólatúrar um alla Kóngsins, Dýragarðspasta og mikið af feta, heimatilbúnar útgáfur af Actionary, kjólamátun, kjólakaup, semi-fatlaða barnið og fleira. En ég fer ekki nánar út í það að svo stöddu (dramatískt fiðluspil hefst hér). Skólinn byrjar á morgun. Ég hef ekki leyft mér að hugsa mikið um það síðustu daga, enda frekar stressuð. Sérstaklega í ljósi þess að ég veit ekki hvað tekur við. Skrýtið að nú sé þetta að ske, eftir að hafa hugsað um það í mörg ár. Ég held þó að ég hlakki mest til. Og nú ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að sofa.. Eða allavega reyna.

0 ummæli: