fimmtudagur, september 07, 2006

Up-side-down

Hið daglega líf er hafið hér á Howitsvej 65 4. sal t.h.(og örugglega á flestum öðrum stöðum á Howitsvej). Ég vakna kl. 7.00 snooze-a til 7.50, fæ mér latte, múslí og jógúrt, smyr nesti og hjóla í skólann. Þá tekur við kennsla af ýmissi sort. Nú, t.d. að standa á haus á milli læranna á Siggu á meðan hún hallar sér örlítið afturábak, hoppa upp á bak hjá öðrum og lenda jafnfætis og standandi, æfa að fara í kollhnýs (hvernig er þetta orð skrifað?) bæði hratt og hægt, standa á haus á annara manna baki, standa á haus og höndum á gólfi, jafnvægisæfingar ýmisskonar, rýmisæfingar ýmisskonar o.fl. Þetta get ég allt. Svo er hjólað heim, stoppað á kaffihúsi og einn kaffi í götumáli tekin með, lært heima (sem felst oftast í ýmiskonar rannsókn á nánasta umhverfi og fólki), farið í sund í Frederiksbergsvömmehalle og í 105 metra vatnsrennibrautina þar á bæ, eldaður dýrindis kvöldmatur og svo afslappesli fram að háttatíma. Allt mjög yndislegt.

Hér er líka mikil gestagangur, sem er gaman, enda er íbúðin okkar sú fegursta í Kóngsins. Védís bjó hér í tæpa viku, Karól í aðra viku og kemur reglulega til að muna hvernig sjónvarp lítur út, Inga og hin slóvenska Lenka (ef mér skjálast ekki) tjölduðu í stofunni í tvær nætur og Tinna Dan koma og hélt fyrirlestur um hægðir í gærkvöldi. Um helgina kemur svo annað Þremmenningasamband, þó karlkyns, hingað í gleðina.
Haustboðinn ljúfi, ég bið að heilsa, þó sérstaklega manninum, með hvíta andlitið og rauða nefið, sem stendur á haus og jögglar.

0 ummæli: