föstudagur, september 22, 2006

Það er langt síðan ég hef gert lista. Styttra síðan ég hef röflað yfir því að það sé langt síðan ég hafi gert lista. Hér er listi.

Mér finnst...

... gríngleraugun fjögur, sem ég keypti í dag, stórkostleg
... gaman að enduruppgötva Grease. Djí hvað Danny Zuko er heitur!
... avókadó og fetaostur í salati og bakaðar kartöflur fáránlega gott
... Flugdrekahlauparinn ótrúleg. Ég grét en samt er hún undursamlega falleg
... West Side Story stórkostlega léleg, fyrir utan kóreógrafíuna
... diskókúlan okkar í eldhúsinu geðveik. Eldhúspartý?
... að bráðlega sé komin tími á að ég fái mér eitt nýtt skópar
... gaman að syngja keðjusöng með Siggu á meðan ég hjóla
... gott að ég sé hætt að vera lasin (eftirköst megatryllings-helgarinnar?)
... Erlend Øye voðalega kynþokkafullur. Hann crowd-surfar og er með gríngleraugu on daily-basis
... meðleigjendur mínir fáránlega skemmtilegir og að fólk eigi því að gera sér ferð á þessi tvö blogg: Kakó Feiti og Siggi litli

0 ummæli: