Piparsveinaráð
Þú hefur ákveðið að bjóða fólki í mat. E.t.v. fólki sem að þú þekkir lítið (t.d. nýjum vinnu- eða skólafélögum). Þú uppgötvar að þú treystir þér ekki til að elda neitt, kannt e.t.v. ekki einu sinni að sjóða hafragraut (sem leiðir því rökrétt að spurningunni: "Hvað ertu þá að bjóða fólki í mat yfirleitt bjálfi?"). Þannig að þú ákveður að kaupa tilbúinn mat. En (there is always a en) þú vilt ekki að matargestirnir viti að þú eldaðir ekki sjálfur. Hafðu allan matinn tilbúin í þeim fötum sem á að bera hann fram í. Steiktu svo lauk á pönnu og violá.. þá lyktar húsið líkt og þú hafir eldað í allan dag.
Fyndna er að sá sem sagði mér frá þessu ráði hefur gert þetta sjálfur..
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli