miðvikudagur, september 28, 2005

Klukk!

Staðreynd eitt
Það versta sem ég veit, í öllum heila heiminum, er þegar fólk lætur braka í hálsinum á sér. Þetta háir mér eiginlega í daglegu lífi. Ef að ég er í bíó eða leikhúsi eða strætó eða einhverstaðar þar sem það situr einhver fyrir framan mig sem annaðhvort hreyfir hálsin óeðlilega mikið til hliðana eða virðist ætla að braka dett ég í svona ástand þar sem ég held fyrir eyrun, humma og fer m.a.s. stundum að rugga mér. Og þegar fólk lætur braka í kringum mig þá verð ég svolítið eins og ég sé einhverf eða klikkuð.

Staðreynd tvö
Það virðist ætla að verða mér með öllu ómögulegt að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór. Ég er víst orðin stór nú þegar en einhvern veginn finnst mér eins og "að verða stór" sé langt frammi í framtíðinni. En ég á hins vegar a.m.k. fjóra drauma sem að ég vona að eigi eftir að rætast á næsta áratug.

Staðreynd þrjú
Þegar ég var átta mánaða dó ég næstum því úr heilahimnubólgu. En mamma mín er svo ákveðin að hún hlustaði ekki á ljóta lækninn sem var á vakt.. sem betur fer.

Staðreynd fjögur
Ég er sjúk í skó, eins og margar konur. Ég á vel yfir fimmtíu pör af skóm og þegar ég skoða bankareikninginn minn þá hugsa ég oft "OK, ég á svona mikinn pening svo að ég gett eytt svona miklu í skó sem gera þá svona u.þ.b. þrjú skópör í þessum mánuði". Ég er líka sjúk í kaffi, súkkulaði, bjór, kjúkling, mojito, að fara í bíó, svart / hvítar myndar, litmyndir, grænu súpuna hennar mömmu, Apple, fifties, sixties, gamlar kvikmyndastjörnur, parmaskinku, ost (af allri tegund), bækur, Brasilíu, caipirinha.. og margt fleira.

Staðreynd fimm
Þegar ég var yngri sagði fólk stundum við foreldra mína "Hún þegir allavega á meðan hún sefur" og þau svöruðu yfirleitt "Nei, hún talar reyndar stanslaust upp úr svefni. Ég var bókstaflega gangandi talmaskína og hef verið frá því að ég byrjaði að tala. Sem betur fer, fyrir aðra og kjálkana í mér, hefur þetta eitthvað minnkað með árunum. Ég tala þó víst ennþá meira en góðu hófi gegnir. En það ætla ég ávallt að líta á sem kost.

Ég klukka mbl.is, Google, Myspace, Símaskránna og Blogger

0 ummæli: