föstudagur, janúar 07, 2005

Dánarfregnir og jarðarfarir

Það er opinbert. Bíllinn minn er dáinn (Eins mínútna þögn).

Eftir dygga og góða þjónustu hefur litla rauða Micran mín látist af slysförum. Það er svo sem fáránlegt að syrgja bíl, en Micran mín var miklu meira. Hún var vörubíll í microformi, hún var langferðabíll í dulargervi ömmubíls, hún var holl húsbónda sínum og hafa ófáir vinir, kunnungjar og ókunnugir fengið að ferðast með henni um landið vítt og breitt. Ég fullyrði að 93% allra kórmeðlima hafa einhvertíman fengið að sitja a.m.k. eina salíbunu í Micrunni. Um páskana var Micran fyllt af 250 búntum af páksaliljum og fór það henni vel. Hún var mitt annað heimili. Bíllinn minn og ég, við vorum eins og bræður. Og ég segi það opinberlega, sama hversu illa það hljómar; ég mun sakna Micrunnar.

Ég lýsi hér með yfir að frá og með deginum í dag, mun árlega verða haldið minningarkvöld Micrunnar klukkan 3.30 27. desember. Sá dagur mun hér eftir verða kallaður "Myrki dagur Micrunnar"

0 ummæli: