mánudagur, janúar 10, 2005

Ég held að við séum að snúa aftur til 1900 og eitthvað. Í dag sá ég hafís. Sjórinn var bara að frjósa.

Það verður að segjast eins og er að mér finnst það frekar undarleg tilfinning að standa uppdúðuð innan um risasnjóskafla í skítakulda alveg viss um að tærnar sé dottnar af vegna frosts og hugsa svo til þess að innan skamms muni ég standa á bikini einu fata á strönd í Brasilíu að bráðna úr hita.

Það er frekar góð tilhugsun...

0 ummæli: