miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Byrgðu aftur augun þín

Ég er bara tuttuguogeins árs gömul. Ég á (vonandi) enn eftir að upplifa öll þessi andartök sem fólk segir að séu bestu andartök ævinnar; að eignast barn, að gifta sig og svo framvegis. En hér áðan var ég að svæfa Nökkva Pál. Það var rigning og þegar hann sofnaði þá kúrði hann sig í hálskotið mitt og fiktaði í hárinu mínu. Og allt varð svo fallegt á þessu andartaki.

Væmið? Kannski. En mér er alveg sama, það er fátt sem jafnast á við sofandi barn í fanginu á manni.

0 ummæli: