föstudagur, nóvember 05, 2004

Af liðinni viku

- Mamma og pabbi ákváðu að fara til Pennsilvaníu að fylgjast með forsetakosningunum. Þau voru svo reið yfir úrslitunum að þau máluðu eldhúsið hjá fólkinu sem þau gista hjá í allskonar tryllineonlitum. Þau koma aftur á sunnudaginn.
- Hér var haldið gúdd sjitt matarboð. Tyrfingur og stelpurnar hafi þakkir fyrir.
- Í stofunni hefur verið haldið rockshow á hverju kvöldi. Ég hef alltaf verið í aðalhlutverki.
- Venjulega veit ég ekkert betra en að vera ein heima. Það á þó ekki alveg við núna.
- Rúmu korteri eftir að foreldrar mínir héldu burt bilaði faxsíminn. Það væri svo sem ekkert merkilegt þar sem við notum faxsímann ótrúlega lítið. En línan flæktist við aðra línu og hingað hringdi því aragrúi af fólki að leita að Ástrúnu. Og a.m.k. 16 sinnum á dag hringdi eldri kona, sem náði engan vegin að síminn væri bilaður. Fyrst var þetta fyndið en eftir fjóra daga reif ég símann úr sambandi.
- Þvottavélin ákvað að þvo í tvo sólahringa. Ég gat ekki fengið hana til að hætta. Eina ksýringin á þessu gæti verið að henni hafi einfaldlega fundist fötin mín og skítug.
- Kötturinn hatar mig. Ég greiði honum ekki tvisvar á dag, fiksurinn er búinn og hann er of snobbaður til þess að borða kattamat.
- Síðan á föstudag hefur staðið heil bjórkippa óhreyfð í ísskápnum. Enginn vinur minn hefur viljað sötra hana með mér (og það er of seint að bjóðast til þess núna) og ég hef því hafið söfnunina "Karól heim". Áhugasamir hafið samband.
- Steini Tík fær mikið high five fyrir að lána mér 400 kr. fyrir Donnie Darko.

0 ummæli: