miðvikudagur, október 20, 2004

Óeðli

Suma daga fyllist ég einhverju óeðli. Óeðli sem ég bara skil ekki. Þá langar mig að gera eitthvað rosalega ljótt.
Í sumar var ég t.d. í sundi og þá langaði mig skyndilega til þess að pissa í laugina og fara svo upp úr. Bara vegna þess að í hálfa minútu fannst mér fyndið að ég myndi standa á bakkanum og horfa á fólk baða sig í pissi. Ég pissaði samt ekki í laugina. En ég hugsa að fólkið hafi hvort eð er verið að synda í örlitlu magni af pissi.
Eftir að hluti kórsins söng í sænska sendiráðinu þá voru sendiherrahjónin að kveðja alla með handabandi. Þau stóðu þarna virðuleg í útidyrahurðinni og sögðu að við hefðum sungið undursamlega. Þau voru óttalega sænsk og sæt. Og allt í einu langaði mig rosalega til þess að skyrpa í hendina á mér áður en röðin kæmi að mér að taka í hendina á sænska sendiherranum. En ég gerði það að sjálfsögðu ekki.
Og í gær beið ég á rauðum ljósum og þá fylltist ég skyndilega óstjórnlegri löngun til þess að keyra aftan á bílinn fyrir framan mig, og helst bakka á þennan fyrir aftan mig, algerlega að ástæðulausu. En ég gerði það ekki.

Það er spurning hvernær ég missi mig og geri hlutina..

0 ummæli: