þriðjudagur, október 26, 2004

Airwaves

Það er alveg merkilegt með sumt fólk hvað það er ótrúlega leiðinlegt. Bara virkilega drepleiðinlegt fólk sem missir aldrei út úr sé svo mikið sem hálfa setningu sem er fyndin. Svo er líka til fólk sem lyktar ótrúlega illa, alltaf. Jafnvel þó að það sé nýstigið út úr sturtunni, þá lyktar það bara illa. Og svo er til fólk sem er bara ljótt. Bara virkilega ljótt.

En svo er til fólk sem er svo kúl að maður gæti dáið. Og það er kúl án þess að vera eitthvað mikið að reyna að vera geðveikt kúl. Það er bara svona virkilega kúl fólk. Og þegar maður er að tala um þetta fólk þá segir maður kannski "Já einmitt, hann / hún er svo kúl" bara vegna þess að það er satt.

Það var mikið af þannig fólki að spila á Airwaves. Og ég nenni ekki að fara telja það allt upp en verð þó að segja að mest kúl af öllum voru Gus Gus. Þau voru svo kúl að ég held bara að ég deyji.

Meira vil ég ekki segja um Ariwaves. Nema að þetta var allt frekar magnað. Bless

0 ummæli: