miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Bömmer

Það eru a.m.k. tveir hlutir í þjóðfélaginu sem að fær fólkið á bakvið hlutin til þess að fara á bömmer. Þetta hef ég uppgötað síðust daga. Þessir hlutir eru reyndar að verða óskaplega hversdagslegir (kannski einum of hversdagslegir).

Bömmer eitt
Að vera rithöfundur og sjá bókina sem að þú gafst út fyrir jólin á útsölu á 70% afslætti. Sérstaklega ef að þú hélst að þetta væri virkilega góð bók sem væri bara að seljast alveg þokkalega.

Bömmer tvö
Að vera foreldri og barnið þitt, yfir átján, tekur þá sjálfstæðu ákvörðum að fara í lýtaaðgerð. Ég færi allavega á bömmer yfir því að krakkabjáninn sé ekki ánægður með sköpun mína. Svona rétt eins og Eva hefði kannski sagt "Djöfull er asnalegt að vera með hendina hér. Ég ætla að skipta og setja hendurnar þar sem lappirnar eru og lappirnar þar sem hendurnar eru". Þá held ég að Guð hefði farið á bömmer.

0 ummæli: