fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Æskan líður ung og fjörleg..

Ég ætlaði mér reyndar að blogga um hvernig ég væri ef að ég væri karlkyns en ég geymi það bara þar til seinna. Í dag eru tæpir 110 dagar þangað til að ég verð 21 árs. Ég kalla það Bandaríkjaaldurinn. Þá má ég kaupa áfengi í þeim löndum sem fara eftir Bandarísku lagakerfi. Ég má nánast gera allt nema e.t.v. fara inn á strippstaði og kannski að bjóða mig fram til forseta í sumum löndum. Engu að síðar er ég að nálgast fremur háan aldur. Það er að verða æði langt síðan ég var smákrakki, með hor í nös í gráum eitís snjógalla að renna mér á skíðum í Plútóbrekku (ég er reyndar enn með hor í nös en það er önnur saga). Og ég fór að hugsa hvað einkenndi mín æskuár. Og hér er listi yfir nokkra hluti sem einkenndi mín æsku- sem og unglingsár. Þó ekki í neinni númeraröð heldur bara í tilviljunnakenndri (er það eitt orð?) upprifjunnarröð.

- Kærleiksbirnirnir Ég var reyndar ekki með Stöð tvö en ég sá myndina alveg ótrúlega oft. A.m.k. 6 sinnum undanfarin ár hef ég líkt einhverjum sem ég þekki eða er að kynnast við vonda strákinn með rauðu augun. Innst inni, eftir að hann varð góður, var ég skotin í honum.
- Little Twin Stars Ég átti aldrei mikið af Hello Kitty dóti, bara þessa litlu engla.
- Oilily Já, ég var lítið bleikt Oilily barn. Ég var bleik, ég var mjög bleik.
- Uppblásið dót Ég átti t.d. kodda, tungl, maríuhænu (sem að Skúli erfði í sumar), myndaramma, blómavasa og hægindarstól.
- Hvítur eyeliner Bodyshop og Wet And Wilde (þökk sé foreldrum Maju) tröllriðu unglingsstúlkunum. Ég get ekki sagt að mér finnist þetta eins flott í dag og mér fannst það þá. Þá var þetta nefnilega ógisslia flott!
- HeartBreak High Mitt líf og yndi. Ef eitthvað var stöðugt í lífinu þá var það ég fyrir framan sjónvarpið á föstudögum kl. 19.00 (ef ég man rétt). Og Drazic var verðandi eiginmaður minn.
- Snuð og annað drasl úr plasti Flestir gengu með nokkur kíló um hálsinn. Ég átti reyndar bara örfá
- Loðið dót T.d. loðnar dagbækur (helst fjólubláar eða bleikar), geisladiskahulstur, pennar, myndarammar, spennur og fleiri óþarfa hlutir.
- Tamagotchi Þau sigruðu heiminn og ég fékk eitt í Danmörku sumarið 1997. Það var reyndar krakki og ég gleymdi honum í Danmörku, fékk það svo sent til Íslands og þá hafði það dáið af skít og hungri á leiðinni.
- Gangster Paradise Ég hlustaði reyndar ekki á þetta lag og fannst það ógeðslega leiðinlegt en þetta minnir mig alltaf við 7. bekk
- Scatman Þetta lag hlustaði ég hinsvegar oft á. Mjööööög oft. Líklegast til eina lagið sem að ég hlustaði á sumarið 1994 eða 1995. Flestum þætti það leiðinlegt til lengdar en það fannst mér ekki.
- Lukkutröll Vinsælasta afmælisgjöfin í barnaafmælum. Ég átti örfá, bara eitt golftröll ef að ég man rétt.
- Sápukörfurnar úr Bodyshop Vinsælasta afmælisgjöfin þegar barnaafmælin urðu meiri pæjuafmæli. Allar stelpur átti stórt safn að sápum, baðkúlum og körfum. Sápurnar voru reyndar aldrei notaðar og ég man að ég skellti einu sinni öllum baðkúlunum (þessum litlu) í eitt fótabað, ég á nefnilega ekkert baðkar. Ég hef aldrei verið jafn mjúk og illa ilmandi á löppunum.

Ahhh, those were the days. En núna, börnin góð, er klukkan orðin margt og ég þarf að fara að hvíla lúin bein. Af gefnu tilefni vil ég hinsvegar taka fram að ég talaði mun meira í gamla daga. Miklu miklu miklu meira. Þannig að þessi færsla er í rauninni ekkert löng.

0 ummæli: