Ímyndunarfyllerí gærkvöldsins
Í gær eftir vinnu fórum við nokkur í heimahús til þess að sötra mojito og bjór. Ég fékk reyndar bara óáfengan mojito og sódavatn vegna þess að ég þurfti að keyra liðið heim. Engu að síður tókst mér að..
- skrifa nafnið mitt vitlaust. Ég skrifaði Ragnður en ekki Ragnheiður
- fá svo illt í magann að ég hélt að hann ætlaði að skila sér í heilu lagi
- sofna í sófanum og vakna ekki fyrr en í mig var sparkað
Í morgun fannst mér ég svo vera þunn. Spurning hvort að ég sé orðin svo mikil hæna að ég verði full af eplasafa?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli