fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Krónísk ritvilla

Ég stend í bankanum klukkan 15.59, eina mínúta í lokun. Ég sé að bankakonan er hundfúl út í mig fyrir að hafa ekki farið í annan banka þar sem er lokað klukkan 17.30. Í flýti krota ég nafnið mitt á framsalið á ávísunni. Ég verð nokkuð hissa við útkomunan. Þetta er ekki nafnið mitt, þetta er eitthvað allt annað nafn sem að ég skil ekki. Þarna standa saman Ghnaiðure Tórlistutudr í einhverri óskiljanlegri klessu og ég reyni í flýti að lagfæra párið svo að það líti nokkurn vegin út eins og nafnið mitt. Ég er svo hissa á þessu stafarugli að ég gleymi seinni hluta kennitölunnar, hvort kemur 7 fyrst eða 9? Og eftir þetta er mér svo um og ó að ég skrifa óvart húsnúmerið hjá Karól en ekki sjálfri mér. Ég krota yfir 23 og set 33 í staðinn. Og ég verð ekki hissa þegar bankakonan tekur við ávísuninni með ákaflega vafasömum svip, lítur á mig augnablik, slær inn kennitölu og biður mig svo um skilríki.
Ætli ég sé á freudískann hátt að afneita nafni mínu og ekki í fyrsta sinn!

Annars verð ég að bæta einu inn á æskulistann minn. Ég mundi þetta eftir nýlegt blogg hjá Tobba

- Smarties auglýsingin Það var einhver krakki sem ætlaði að fá sér Smarties en í staðinn fann hann risastóran Smartieshólk, fór inn í hann og inni fyrir var rosa diskótek. Allir voru í geðveikt flottum 80's fötum með tagl til hliðar og svoleiðis. Mér fannst þetta alveg geðveikt og vildi endilega fara á svona Smarties diskótek. Einnig man ég vel eftir litlu Smartieskössunum sem að voru í öllum barnaafmælum.

Man einhvern annar gamlingi á mínum aldri eftir þessu?

0 ummæli: