Tími fyrir meira mas
Um helgina reyndi ég með erfiði að rifja upp restina af vísunni "Grýla píla". Það tókst að lokum en nú get ég ómögulega munað hvernig leikurinn við vísuna er. Er einhver sem man?
Annars heyrði ég skondna sögu um helgina. Vouge var að taka myndir hér í sumar uppi á jökli og ljósmyndarinn og stílistinn (báðir ákaflega miklar hommsur) voru klæddir í nýjustu tísku (lesist: voru illa klæddir fyrir íslenskt veður). Þeir héldu sig víst inni í bíl alla tökuna, með miðstöðina í fullt og gáfu skipanir í gegnum ofurlitla rifu á glugganum. Skipanir stílistans voru á þessa leið: "Darling, the less you wear the more I care" sem og "The higher heel, the better I feel"
P.S. Fyrir þá sem ekki muna
"Grýla píla, appelsína/skítafýla
missti skóinn, ofaní sjóinn
þegar hann koma að landi, var skórinn fullur af sandi/hlandi
vaknaðu Grýla píla, appelsína/skítafýla"
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli