Internetið stækkar
Ég bætti við nýjum sem og gömlum bloggurum á linkalistann. Þeir eru allir úr MH og fá smá umsögn í tilefni dagsins (fyrir þá sem ekki vita þá er mánudagur)
Í Hall of Fame fara:
- Níels Garlakall sem er í Rússlandi og á eitt skemmtilegast blogg í heimi. Ég fer alltaf að hlægja þegar ég les það. Gaman gaman
- Steini Tík sem er uppáhalds skáldið mitt. Hann hefur reyndar ekki gefið út bók en hann samdi t.d. einu sinni ljóð um fluguna sem dó og hitti Guð. Meira gaman gaman!
Í Gott blogg fara:
- Edda Kentish sem er orðheppin ung hnáta sem dansar mikið á milli þess sem hún málar auglýsingar
- Halldóra fiðlustelpa sem er af Nesinu. Við spiluðum saman á fiðlu í mörg ár og ég man helst eftir því þegar ég hjólaði heiman frá henni, um 6 ára aldurinn, á bleiku þríhjóli sem var allt of lítið fyrir mig.
- Inga Rolla sem er skáti með mikið krullað hár og spilar á gítar. Það lýsir henni best
- Orri gítarstrákur sem er merkilegur maður. Einu sinni klippti ég á honum hárið og honum fannst það svo ljótt að hann fór aftur í klippingu hjá alvöru klippikonu.
- Þura Pura sem er í einhverju flóknu námi í Háskólanum. Ég á sönnun á því að hún gæti verið lifandi eftirmynd Gretu Garbo ef rétt er horft á hana.
Megi bloggið ykkar lifa vel og lengi!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli