Mamma mín
Um daginn þurfti mamma mín að hringja í móður eins nemanda síns. Ekki veit ég hvert erindið var né hvað móðirin eða sonurinn/nemandinn hétu. Köllum þau bara Rósu og Gunnar. Samtalið byrjaði víst á þessa leið:
Mamma mín: "Sæl Rósa, ég heiti Steinunn og er mamma hans Gunnars"
Rósa: "Já, komdu sæl"
Þessi (freudísku?) mismæli uppgötuðust ekki fyrr en mamma (mín þá) var búin að leggja á og samkennari hennar benti henni þá þetta. Eitthvað fær mig um að efast um að Rósa hafi í alvöru verið að hlusta.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli