Af hinu og þessu
Ég bjó til nýyrði um daginn. Það er eiginlega ekki nýyrði heldur frekar hugtak eða orðasamband. Að vera gargandi fullur þýðir að vera í því áfengisástandi að öskra allt sem maður segir. Þetta er heldur leiðigjarnt ástand.
Þetta er tileinkað Sillu og Korku og samræðum okkar síðasta föstudagskvöld á Dillon
Á meðan Anna át Boxy strokleðrið sitt át ég ónýtt jógúrt. Uppúr sex eða sjö á miðvikudagsmorguninn vaknaði ég ákaflega svöng og ákvað að fá mér jógúrt til að geta sofið meira. Ég var svo þreytt að ég nennti ekki að opna augun almennilega. Ég gerði það reyndar þegar ég hafi tekið fyrstu skeiðina af jógúrtinu, ónýta jógúrtinu. Og ég glaðvaknaði og svaf ekki mikið meira, skiljanlega.
Bless, farin að framkalla og stækka subbumyndir af Elínu og Atla. Þær verða skondnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli