Gyllynæð og geðklofi
Við vorum að ræða það í vinnunni hvaða sjúkdómar eru algengastir hjá þjónum. Samkvæmt okkar sjúkdómsgreiningu eru þjónar líklegir til þess að fá gyllinæð (þeir standa nánast allan daginn) eða verða alkahólistar (það er nú örugglega sannað nú þegar að þjónar og kokkar eru upp til hópa alkahólistar). En þjónar eru þó líklegastir til þess að þjást af geðklofa. Starfið ýtir einfaldlega undir að geðklofi byrji smátt og smátt að þróast. Tökum dæmi, skástrikaði textinn er hugsun þjónsins við afgreiðslu.
Þjóninn: Jæja, hver vill smakka rauðvínið?
Feiti ljóti kallinn: Auðvitað ég, konan mín drekkur ekki
Þjóninn: Gjörðu svo vel. Hvernig átti ég að vita það fíflið þitt?
Feiti ljóti kallinn: Oj bara, þetta er versta vín sem ég hef smakkað
Þjóninn: Nú? Þú átt bara að athuga hvort að það sé skemmt asninn þinn, þú ert búinn að panta flöskuna. Finnst þér það skemmt á bragðið? Ég lyktaði af því frammi og það er ekki ónýtt. Ég er fjórfaldur íslandsmeistari barþjóna takk fyrir. Djöfull geturðu verið heimskur
Feiti ljóti kallinn: Það er örugglega skemmt, það er bara ógeðslegt
Þjóninn: Nú, ég afsaka innilega, mér er svo skítsama. Ég skal bara koma með nýja flösku. Djöfull ætla ég að umhella húsvíninu í flöskuna svo að þú þurfir að borga þúsundkalli meira fyrir vínið sem er ekki skemmt
Nú og svona lætur maður líka þegar vaðið er yfir mann. Annars er þetta nú ansi ýkt dæmi og svona er eingöngu látið á slæmum kvöldum. En þrátt fyrir það eru mörg svona keis á hverjum degi. Enda eru Íslendingar ákfalega dónalegir. Og þá er ég búin að koma því frá mér í þrjúhundruðasta skiptið.
Snillingar þrjú
Elsku Ska og Sko, snillingarnir í Frakklandi. Áðan þegar ég las síðuna þeirra þá fann ég hvað ég saknaði þeirra bara voðalega mikið og langaði mest af öllu að hlaupa á Ölstofuna og fá mér einn öllara með þeim eins og í sumar. Æ þær eru alveg, þessar stelpur.
Góða nótt (eða Bon nuit eins og ég held að maður segi í France)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli