sunnudagur, október 12, 2003

Rosalega erum við mögnuð og róttæk. Ég lenti í harkalegum rifrildum í vinnunni eftir þessu friðsælu mótmæli (sem má lesa eilítið um hér) Lyktuðu mál svo að eftir að hafa barið allharkalega í uppvasksborðið með bakka og lýst því yfir hátt, snjallt og ákveðið "Jóhannes, ég missi hér með allt álit á þér ef að þú ætlar virkilega að segja mér að þér finnist vændi allt í lagi. Þá ertu þú viðbjóðslegur í mínum augum", þá steinhéldu kokkarnir kjafti utan þess sem þeir sögðu einstaka sinnum þegar ég kom inn í eldhús "Þetta er auðvitað alveg hræðilegt, aumingja fólkið sem lendir í þessu"
Mamma mín var líka að springa út stolti yfir þessu, heyrði þetta víst í hádegisfréttunum hjá RÚV á Akureyri ásamt allri Kvennakirkjunni. Ansi magnað það!
Ef að frumvarpið verður ekki samþykkt þá ætla ég persónulega að fara niður að Alþingishúsi og grýta þá sem eru móti þessu (*hóst*blátt*hóst*) með einhverju ógeðslegu. Ef að ég hef kjark til þess.

Og á enn frekari pólitískum nótum. Oft er sagt að gott sé að búa á Nesinu. Svona allt að því þegar D-listinn tekur sig til og stundar stjórnun sem þekkist einungis í Suður-Ameríku eða á nokkrum stað þar sem einræðisherrar ráða ríkjum. Ég ætla líka að grýta bæjarstjórann hérna ef ég safna kjarki til þess að grýta hina plebbakallana. Og þá ætla ég að grýta hann með allskona skóladóti til þess að leggja áhreslu á mál mitt.

Svo fer ég örugglega í fangelsi í nokkra daga.

0 ummæli: