fimmtudagur, október 16, 2003

Gudda gamla

Gudda ljóðskáld (sjá hér og hér) hefur ekki látið í sér heyra alltof lengi. Hún kemur mér til bjargar í dag þar sem ég er andlaus um líf mitt og þarf að gera milljón líffræðiskýrslur. Að því tilefni eru þetta líffræðiljóðinn hennar.

Ljóð eitt

M fyrir mjólkurkirtlar
B fyrir ber brjóst
G fyrir gyllinæð
Líffræði, ég þrái þig
Líffræði, ég þrái þig


The diversity of Life

í dag er enginn líffræði í lífi mínu
ég þokast áfram eins og gamall brunnur
dimmur, rakur og djúpur
þrái fyllingu

hér áður fyrr var líffræði mitt uppáhaldsfag
ég rannsakaði, prófaði og stundaði
ég fór oft í líffræðileik

0 ummæli: