laugardagur, október 11, 2003

Kjánalegar leiðbeiningar

Ég var að pæla í því um daginn afhverju það fylgja leiðbeiningar með hverjum einasta pakka af túrtöppum. Þetta er svo fáránlega mikið magn af pappír og það er ekki eins og maður gleymi því hvernig eigi að nota þetta eða geti notað þetta vitlaust. Og leiðbeiningarar eru líka alveg fáránlegar. Þetta tól er nú bara svona kommon sens í notkun. Mér finnst að það ætti að vera einn pakki sem héti "begginers pack" þá þyrfti ekki að eyða jafn miklum regnskógum í þessar blessuðu leiðbeiningar.
Já og hvað er málið með "Please never foget to remove last tampoon after period has ended?". Ég er nokkuð viss um að það sé til eitthvað lögfræði mál í Ameríku þar sem einhver bara gleymdi þessu og komst að því mánuði seinna.

Ég bara varð að koma þessu frá mér, takk fyrir.

0 ummæli: