Af vekjaraklukkum
Ég get aldrei vaknað við vekjaraklukkur. Í nótt var ég svo hrædd um að vekjaraklukkan mín myndi ekki hringja að ég vaknaði á hálftímafresti og hélt ég hefði sofið yfir mig. Þegar hún hringdi loksins þá varð ég svo fegin að hún hefði hringt að ég svaf á mínu græna eyra til 9.55. Ég átti að vera mætt í (*******) vinnuna kl. 10.00
Ef að ég réði öllu...
... þá hefði maður alltaf stjórn á sér til þess að borða aðeins nammi á laugardögum og einungis fyrir 100 kr. Eða þá að nammi væri bara ofboðslega hollt fyrir líkamann
... þá myndi rúmið mitt hristast mjög óþægilega þegar ég ætti að vakna svo að ég gæti alls ekki sofið lengur því að ég skoppaði alltaf fram úr. Svakalega er þetta góð uppfinning. Verst að ég get ekki tekið þá í Nýsköpunarkeppninni
... þá gæti ég tekið þátt í Nýsköpunarkeppninni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli