Nökkvi Páll kom hér til okkar í gær. Alveg er það merkilegt hvað manni þykir vænt um svona lítið kríli og hvað manni er hjartanlega sama um allt slef og gubb sem á mann fer.
Annars fer nú bara eitt í taugarnar á mér. Mamma mín og systir eru alveg æstar í að kalla mig móðu þegar einhverju er beint til Nökkva, þ.e. móðursystirin, móðan. Mér finnst þetta bara ekki nógu gott viðurnefni því að það minnir mig svo óneitanlega mikið á gufu og þá finnst mér að Nökkvi muni alast upp við það að halda að ég sé vitlaus.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli