fimmtudagur, október 09, 2003

Ef ég réði öllu...

... þá myndi mannfólkið ekki fá endajaxla. Þar með væru allir lausir við að kvíða fyrir því að fara einhvertíman í endajaxlatöku, lausir við að láta tannlækninn segja sér í 2 ár að bráðum þyrfti að taka endajaxlana og lausir við það í 3 ár að heyra tannlækninn segja að það ætti að vera löngu búið að taka endajaxlana. Svo þyrfti engin að kvíða fyrir því í 29 daga að nú ætti í alvöru að taka helvítis endajaxlana.

... þá væri sér tími á hverjum degi fyrir fólk sem þarf endilega að keyra á 0.2 km. hraða á vinstri akgrein. Eða jafnvel að það væri sér akrein fyrir mig út um allan bæ. Svo gæti útvalið fólk fengið lánaðar þær akreinar sem ég væri alls ekki að nota þann daginn.

... þá væru mannvonnska, ofbeldi og allt sem flokkast undir það, stríð, græðgi og annað neikvætt kortlagt á gengakortinu hjá Kára í DeCode og öll þau gen fjarlægð úr fóstrum áður en frekari þróun ætti sér stað. Og það væri alveg hægt ef ég réði, sama hvað læknisfræðilegar rannsóknir segja núna þegar ég ræð ekki. Og það er bannað að mótmæla þessu því á þessu bloggi þá ræð ég.

Ég hugsa að þetta verði fastur liður, ég er búin að pæla svo mikið í þessu síðustu daga.

0 ummæli: