miðvikudagur, október 08, 2003

Í talhólfinu mínu...

... hljóma skilaboð á þessa leið: "Sæl Ragnheiður. Óli Björn frændi þinn hérna. Bekkurinn minn er að fara til Englands á næsta ári og við erum að selja klósettpappír og eldhúsrúllur af því tilefni. Hringdu ef þig vantar eitthvað."

Ég var að hugsa um að hringja og bjóða honum að skipta við mig á Hamrahlíðarkórsklóaranum mínum eða að selja hann fyrir mig í leiðinni. Verst er að ég á engan frænda sem heitir Óli Björn og veit því ekkert hvernig ég á að nálgast hann.

Og svona áður en ég hleyp í skólann minn þá vil ég segja að Gling Gló er alveg hreint mögnuð plata. Já og Kristján, a.k.a. DerEx. Afsakaðu böggið bara og takk fyrir myndirnar. Rosalega get ég verið ófótógenísk.

0 ummæli: