fimmtudagur, október 23, 2003

Alhliða ráðgjöf - vandamálalausnir eitt

Mér fannst algerlega nauðsynlegt að lesendur, sem ekki skoða kommentinn, sæju hve auðveldlega ég leysi hvaða vandamál sem er. Borist hafa tvö vandamál.

Ég er á túr. Leystu það...
Margrét Maack


Kæra Margrét

Best er að kaupa sér tæplega 24 pakka af pillunni. Pillan er hormónapilla fyrir konur sem gerir það að verkum að þær verða ófrjóar tímabundið. Taka skal eina töflu á dag, alltaf virka töflu (á sumum spjöldum eru nefnilega gervitöflur). Þegar spjaldið klárast þá byrjar þú strax á næsta spjaldi (og ef gervitöflur eru á spjaldinu þá skaltu sleppa þeim). Þetta skaltu gera við alla pakkana. Þá ferðu ekki á túr a.m.k. næstu 6 árin. Þá ættirðu að vera tilbúin til þess að eignast barn og getur þessvegna hætt á pillunni tímabundið.

Ef það virkar ekki þá skaltu einfaldlega fjarlægja eggjastokkana.

Annars verður þú örugglega í fangelsi fyrir að hafa hellt hundruðir unglinga blindfull í teiti þar sem engin var yfir tvítugt og þá átti skilið að fara á túr, það stendur í lögum

Gangi þér vel!
Ragnheiður

____________________________________


Kæra Ragnheiður.
Ég týni öllu! Núna er ég búin að týna (á síðustu þremur vikum) símanum mínum, úlpunni minni, kortinu mínu, uppáhalds flíspeysunni minni, lyklunum að skátaheimilinu mínu, ökuskírteininu mínu.... og svo mætti allt of lengi telja.
Hvað finnst þér að ég ætti að gera?
Inga Rolla


Kæra Inga Rolla.

Ég hefi lengi átt við þetta vandamál að stríða. Ég er með tvær lausnir fyrir þig.

Lausn A
Fáðu þér hlý og góð ullarnærföt. Brækurnar þurfa að vera þannig gerðar að hægt sér að fara á klósettið án þess að fara úr þeim. Síðan skaltu fá þér mikið af góðum vír.
Þú byrjar á því að standa algerlega nakin og bera á þig mikið af teppalími. Síðan ferðu í ullarnærfötin. Nú tekur þú vírinn og bindur öll þau föt, sem þú getur hugsanlega gengið í á hverjum degi, föst við ullarnærfötinn. Síðan velurðu úr þeim hópi þau föt sem þú þarft. Því næst tekurðu símann, ökuskírteinið, kortið þitt, lyklana og annað sem þú þarft að nota og lóðar einn vír fastan við hvern hlut. Því næst festir þú hinn endann á vírnum í vasann á úlpunni þinni (þessari nýju þar sem hin er týnd).
Gleraugun á líka að líma föst við andlitið.

Virki þetta ekki þá skaltu snúa þér að næstu lausn

Lausn B
Ekki ganga í neinu, ekki eiga neitt, ekki vera í skátunum, hættu að keyra, borgaðu tæpar 4 milljónir fyrirfram í Bónus og hættu þar með að þurfa pening í lausaféi. Búðu svo í lundi í Öskjukhlíðinni svo að þú læsist aldrei úti.

Gangi þér vel!
Ragnheiður

Enn geta lesendur leitað til mín. Ég tek á hvaða vandamáli sem er.

0 ummæli: