föstudagur, september 12, 2003

Hér á heimilinu höfum ég og móðir mín hafið herferðin "Nefsprey í nefið og kvefið burt!". Þetta er hin hefðbundna rútína hins venjulega Íslendings á haustinn og er að mörgu leiti ekki merkileg utan þess að móðir mín hefur ofur trú á hinum og þessum vítamínum. Morgunmatur hjá mér samanstendur því af miklu magni náttúruefnum í föstu formi. Ristað brauð á ekki sitt pláss í maganum eftir alla vítamíntökuna. Ekki virðist þó ganga sem skyldi en ég vona hið besta. Leyni einhver á handhægum og gagnlegum ráðum gegn kvefi þá má sá hinn sami gjarnan kvitta hér í kommentkerfinu.

Ég hef hafið líf sem háttvirtur ljósmyndanemi. Það er mjög gaman og ég á nýja undursamlega myndavél... me beby. Og ég á nýja skó sem eru afar skemmtilegir. Og núna ætla ég á fara að fá mér vítamínpillur í morgunmat.

0 ummæli: