Al-le-lu-ja
Ég er komin heim í kalda klakan ég er komin heim með hellu í eyrum, og brosandi út að eyrum og með bauga frá eyrum. Síðustu daga hef ég:
... farið til Kuala Lumpur, Manilla, Laguna, Koda Kina Balu, London og fleiri stórborga
... sungið mikið og svitnað mikið í þjóðbúningnum
... verið í rútu í lögreglufylgd með löggum sem áttu M-16 riffla
... farið í kareoke
... keypt mikið fyrir engan pening
... séð móttökur fyrir Hamrahlíðarkórinn sem forseti myndi ekki fá á Íslandi (í fullri alvöru, kórfélagar vinsamlegast vottið á kommentum)
... haft fólk til þess að stjana við alla mína tíu fingur og tíu tær
... fengið hrós fyrir að vera undursamlega falleg (lesist: hvít) á degi þar sem ég var glær vegna hita og kvefs
... lært að meta blævængi og opna skó til fullnustu
... gert mér grein fyrir því að enginn telur sig fullkominn. Hér notum við brúnkukrem, í austurlöndum er notað hvítunarkrem
... pissað í háþróað holuklósett
... borðað mikið mikið mikið af hænsnum og hrisgrjónum
... smakkað dúfu og kolkrabba
... tekið þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardegi Malasíu
... heyrt setningarnar "yes ma'm" og "Já en ég varð að kaupa þetta! Þetta er svo fáránlega ódýrt miðað við ísland" mjög oft
... samið lag um kvart og kvein sem ég skal flytja hverjum sem vill við tækifæri
... lært að spila á flautu, þrjú lög, og orðið betri með hverri mínútu
... kynnst mestu kurteisi í öllum heimi
... gefið hundrað milljón eiginhandaráritanir
... fengið eningis eitt moskítobit (héðan í frá eru Filipsseyjar uppáhaldslandið mitt móstkítólega séð)
... gert margt margt fleira skemmtilegt og merkilegt sem að ég nenni ekki að segja frá núna
Það undursamlegasta sem maður getur gert er að sjá heiminn og það hef ég gert að litlu leiti. Og ég er sko hamingjusöm.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli