miðvikudagur, júní 18, 2003

Um tíma og rúm

Eftir viðamiklar rannsóknir hef ég komist að þeirri niðurstöðu að þó að ég búi á Íslandi, þá búi ég í raun ekki á Íslandi. Já kæru lesendur, þetta getur líklega verið flókið, en svo er eigi. Lofið mér að útskýra mál mitt.
Það fasta land sem ég hef undir fótum heitir Ísland og ég er jú, eins og flestir sem einnig hafa þetta land undir fótum, stoltur og þjóðernissinnaður Íslendingur. Það sannast t.d. með því að mér finnst Thule auglýsingarnar gífurlega fyndnar og er undir niðri sammála því sem þjóðrembu Íslendingarnir eru að segja í auglýsingunum. Ég hef m.a.s. gengið svo langt, ásamt nokkrum öðrum Íslendingum, að reyna að útskýra fyrir saklausum útlendingi hvers vegna auglýsingin sé fyndin. Ég var reyndar búin að innbyrða talsvert magn af gullleitum vökva. En áfram af rannsókninni. Ég hef s.s. komist að þeirri niðurstöðu að jafnvel þó að ég snerti sama land og aðrir Íslendingar þá bý ég ekki í sama tímabeltu og aðrir Íslendingar. Minn eigin tími er ekki stöðugur en er alltaf 5 til 10 min. á eftir hinum íslenska tíma. Svo virðist sem þessi tímakekkja hafi ekki áhrif á annað í kringum mig. Ég get t.d. átt samtal við manneskju í öðru tímabelti en allt virðist skila sér á réttum tíma. Ég er þess vegna ekki óstundvís, ég hrærist bara í öðru tímabelti en annað fólk í kringum mig og hefur þetta tímabelti verið nefnt Ragnheiðarbelti. Húrra fyrir því!

0 ummæli: