sunnudagur, júní 15, 2003

Hjartaklamydía

Á föstudaginn fór ég í mitt fyrsta eldrikórspartý. Það var þó nokkuð frábrugðið öllum hinum kórpartýum sem ég hef farið í, enda verður maður víst dannaðari með aldrinum. Ég, Karól og Skúli (og svo seinna Bragi) fórum í teiknileik þar sem Skúli vildi endilega teikna orka og alls kyns illar verur, eitthvað í anda Warhammer nörda, en ég og Karól gerðum okkar besta til að teikna blóm, hjörtu og eyrnalokka á skrímslin.
Seinna um kvöldið fórum við svo á Ölstofuna, þar var mikið um drukkna karlmenn sem vildu ólmir kynnast ungum konum. Karól á tvímælalaust setningu kvöldsins og verður lífið lengu séð út frá þessari setningu "Við erum öll með klamydíu í hjartanu" Eftir nánari samræður um sjúkdómin höfum við, ásamt Kalla og Hjalta komist að réttri sjúkdómsgreiningu.
Allir eru með klamydíu í hjartanu Hjartaklamydía orsakar það að enginn er í raun og veru fær um að elska. Sjúkdómurinn smitast með samræðum við annað fólk. Ef að svo ólíklega vill til að þú ert ekki með klamydíu og ert ávörpuð/ávarpaður af smitbera þá ert þú smituð/smitaður. Sumir eru jafnvel með enn verri sjúkdóma, t.d. herpes og kynfæravörtur. Eina sem slævir sjúkdóminn er áfengi. Undir áhrifum áfengis telja margir að þeir séu í raun orðnir færir um að elska, en látið eigi blekkjast, þið eruð enn með klamydíu. Þó þarf ekki að örvænta því að það er hægt að finna einhvern sem maður getur elskað. Þetta virkar nokkrun vegin eins og rafmagn, plús og mínus. Þannig að örfáir einstaklingar eru færir um að elska þig og þú um að elska þá.
Nú er bara spurninging, þarf að skrifa þetta á heilsublaðið fyrir Filippseyjar?

Þolinmóður er voða vær ennþá, hann sefur bara mikið en fékk pínu ponsu gulu. Ég er líka full af kvefi og vil því ekki heimsækja hann, en langar þó drífa í því. Mamma mín og mamma hans segja að hann stækki mikið. Mamma mín hélt því fram að hann væri farin að segja "mamma" en ég er ekki nógu vitlaus til þess að trúa því. Ég veit að öll lítil börn segja "Halldór Laxnes var mesta skáld Íslans" þegar þau byrja að tala um 3 daga aldurinn, en ekki "Mamma"

0 ummæli: