sunnudagur, júní 22, 2003

Fjarvera sökum vinnu

Ég hef útnefnt sjálfa mig aumingjabloggara enda ekki bloggað í 4 daga. En ég hef haft mínar ástæður, ég hef unnið alla daga síðustu viku að fráskildum einum og munu næstu vikur ekki innihalda frí (húrra fyrir miklum péning), Þolinmóður er búin að koma í heimsókn, með og án foreldra, Karól var að fá kettlinga, Boga og Gígju (ég kann ekki að skrifa nafnið hennar) og ég hef verið dauðþreytt þegar ég hef komið heim, stundum eftir einn bjór eða svo.

Á föstudaginn var Lionsklúbburin Njörður 109-b í konukvöldsmat hjá mér. Ég er örugglega að brjóta einhver lög, þ.e. má ekki vera svona nákvæm á gestina, en það ætla ég nú að gera samt. Ég hef ekki þjónað Íslendingum í langan tíma og var hreinlega búin að gleyma hversu leiðinlegir þeir geta verið. Og þetta annars ágæta föstudagskvöld, þjónaði ég dónalegasta manni sem ég hef nokkur tíman þjónað. Ég ætla ekki að fara í smáatriðin, en svo dónalegur var maðurinn að ég þurfti að fara út til þess að jafna mig og halda aftur af mér svo að ég myndi ekki hella rauðvíni eða vatnaskönnu eða sósu eða kaffi eða einhverju yfir hann. Allt kvöldið var ég að plotta upp hinar og þessar leiðir sem að ég ætlaði að nota til þess að hefna mín. Plebbaíslendingar virðast ekki skilja enn að

a. þrælahald hefur verið afnumið á Íslandi og staða þjóns er ekki lengur sú sama og breska brytanns hér á árum áður
b. á fáum, e.t.v. engum veitingahúsum í Reykjavík vinna hundar, flaut og smell virkar ekki

Þrátt fyrir að svo illa hafi gengið hjá mér á föstudaginn þar sem ég afhenti kúkamanninum rauðvínsflösku með orðunum "Ég afsaka innilega fávisku mína" þó að fáviskan væri hans og væri viss um að nú yrði ég rekinn, var ég samt útnefnd hetja kvöldsins í gær fyrir hin ýmsu störf mín á sviði reddinga (a.k.a. plögg).

Nú ætla ég að fara í Kolaportið, fimm tímum seinna en ég lofaði konunni (hey, hún var ekki að vinna langt fram á nótt í gær, auk þess hefur Ragnheiðarbelti stundum fáránlega brenglaða tímaskekkju) og kaupa mér afar fallegan jakka.

Bless, kex, ekkert rex

0 ummæli: