Í kórpartýum er ætíð gaman og var föstudagurinn enginn endantekning. Ég fullyrði að Sóparanar áttu (aftur) besta atriðið. Ég er hamingjusöm, takmarkinu er náð, sópraninn rokkar (ásamt öltunum að sjálfsögðu!). En topp 5 listinn yfir atriði kórpartýsins er svohljóðandi
1. Sópranar
2. Bassalingar
3. Blöðrukisi úti í garði
4. Tenórus
5. Altar
Jónas býr í einu mesta partýhúsi sem ég að hef augum litið; tvö klósett, eitt í nokkru ólagi og ekki hægt að læsa, dauðaherbergi, stofa með píanói, gosbrunnur, diskóherbergi með flúorljósi sem gerði alla ógeðslega, bekkur til að reykja á, sandkassi, garðhúsgögn, garður bakvið húsið.. og svo mætti lengi telja. Ég framdi áhættuatriði, skreið undir bílskúrshurðina til að forðast Halla Volvo og á meðan ég var að skríða í burt, þá setti einhver hurðina í gang. Í smá stund hélt ég að ég myndi deyja.
Ég mun vera í ævilangri fýlu út í A&A fyrir að skilja mig eftir hjá Skúla. Hann er ekkert hræðilegur, en það er hærðilegt að vakna við það að pabbi hans Skúla stendur, í boxer og stuttermabol að breiða ofan á mann sæng.
Skítkastið fá öldungarnir Skördí og Marta fyrir að mæta ekki í síðasta kórpartýið okkar sem meðlimir í yngri kórnum. Stúdentsveislur er er ekki afsökun, Ingunn kom!
Ég segi þrefalt húrra fyrir Jónasi, þakka fyrir magnað partý (fannstu nokkuð hvítan bol? Ég á hann nefnilega)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli