þriðjudagur, júní 03, 2003

Vinnan mín

Ég má til með að blogga eilítið um vinnuna mína. Hún heitir Lækjarbrekka en ég kalla hana alltaf Streamhill. Ég hef unnið þar við þjónustustörf í bráðum fjögur ár, allan ársins hring og á tímum atvinnuleysis jafnaldra minna þá er ég mjög ánægð með þetta starf sem er vaktalaust, háttlaunað og frjálst. Vinnulíf mitt skiptist í fimm tímabil:
Tímabil eitt: Árshátíðir og fullir íslendingar
Tímabil tvö: Kökuhlaðborð, fermingar og fullir íslendingar
Tímabil þrjú: Fiskihlaðborð, túristar og fullir íslendingar
Tímabil fjögur: Fullir íslendingar
Tímabil fimm: Jólahlaðborð, skötuhlaðborð og fullir íslendingar
Ég á kvenkynsútgáfu af íslenska karlaþjóðbúningum (nýja) sem að ég nota í vinnunna.
Ég hef þann leiða ávana að nota vinnuorð eins og transera (skera læri, svínaköt eða annað kjötkyns), bomma (pöntun fyrir mat sem fer inn í eldhús), dekka (leggja á borð), pólera (þurrka af hnífapörum) og að vera á floti (hafa of mikið að gera) vinum mínum til mikillar mæðu og oft eftir að ég segi "Já og það var allt á skítafloti" fæ ég svarið "Bíddu, og hvað gerðu gestirnar á meðan allt flæddi þarna, voru þetta þá vaskarnir eða?"
Jólin hjá mér koma með uppháum kokkahúfum, eins og ég hef áður nefnt, því að enginn kokkur er með kokkahúfur í eldhúsinu. Bara þegar þeir eru að transera í jólahlaðborðum og þess vegna minna þær mig alltaf á jólin. Auk þess eru flestir kokkarnir sköllóttir, bara einn með hár og hann er stundum með kollhúfu.
Eftir fjögra ára starfsferill hef ég heyrt um 50% allra þjóna og kokka sem hafa einhvertíman starfað á Íslandi. Ég held líka að ég þekki þá alla, það er algegnur miskilningur meðal þjóna.
Ég hef lært að:
    ... þjóðverjar tipsa ALDREI
    ... íslendingar eru dónalegir, alltaf
    ... fáir íslendingar kunna í alvöru að fara út að borða
    ... japanar drekka ekki vín
    ... frakkar setja brauð útum allt
    ... svíar sem koma til Íslands eru oftast mjög ríkir
    ... bandaríkjamenn eru oftast mjög mjög hamingjusamir "thank you so much, this was just great, I just love this place and the food was lovely and the table was so nice and the water is amazing! Iceland is so great"
    ... og margt margt margt fleira


Meira af mögnuðu kórpartýi

Svo virðist sem J-Timberlake fan club innan kórsins fjöldi ört. Ég og Siggi T höfum í þó nokkurn tíma verið í miðsjtórn J-T aðdáendaklúbbsins (sem var einnig um tíma með grænmetisætuívafi en það hefur nú verið gefið upp á bátinn), Pétur segist hafa stofnað annað og Dagga enn annað. Ég legg til að þau verði öll sameinuð, svo lengi sem allir aðrir séu samþykkir og beri virðingu fyrir núverandi og fyrrverandi grænmetisætum.

0 ummæli: