Af hatri og fleiru
Ég er ekki mjög hatursfull manneskja, nú hlæja sumir og líklega Halli en ég hló þegar hann titlaði sig alvöru karlmenni, jæja nóg um það (ég elska þig nú samt Pjölli minn). Já það er fátt sem ég hata í alvöru. Ég nota oft harðari orð en mér ber í raun að nota til þess að lýsa ástandinu. Sumt finnst mér óttalega asnalegt og segist þá hata það og sumt fer óttalega í taugarnar á mér og ég segist þá sömuleiðis hata það. En það er eitt sem að ég veit að ég hata, fer í taugarnar á mér og er óttalega asnalegt. Hefst nú frásögnin.
Um daginn var ég á leið minni að hitta Önnu Pálu, stórvinkonu mína með meiru. Ég lagði bílnum mínum hjá Bæjarins Bestu og steig út í indælt sumarkvöldið. Þrír drengir höfðu líka lagt á bílastæðinu, þeir voru allir ónefndir Verslingar (afsakið fordómana) en ég kippti mér ekkert upp við það og læsti bílnum. Þegar ég gekk af stað í átt að Austurstræti voru drengirnir þrír á undan mér. Og þá sá ég það. Einn þeirra, sem var í miðjunni, var í röndóttri skyrtu og gallabuxum. Nei, hann var ekki í neinum venjulegum gallabuxum heldur var hann í pissurassabuxum! Helvítis andskotans djöfulsins! Í huganum dró ég upp penna sem á stóð "Demni colour. Hides any fucking stupid fashion mistakes", hljóp að drengnum og felldi hann niður í jörðina svo að pissurassinn snéri upp og tússaði yfir svo að gallabuxurnar virtust vera eðlilegar. Það var eins og drengurinn vaknaði út transi, hann vissi hvorki stað né stund en þegar vinir hans útskýrðu fyrir honum hvað gerst hafði þá þakkaði hann mér kærlega fyrir björgunina. Þegar ég hitti svo loksins Önnu Pálu þá var ég fokill og bunaði út úr mér hinum og þessum ástæðum fyrir því að þetta væri asnalegt.
1. Þetta er ljótt.
2. Ef að buxurnar myndi eyðast þá myndu þær ekki eyðast bara þarna á rassinum og ekki svona mikið
3. Þetta er ljótt
4. Buxurnar virðast fara upp í rassaskoru
5. Þetta er ljótt
6. Rassinn verður afmyndaður og asnalegur
7. Þetta er ljótt
Jæja og þá er reiðiræðan búin í dag. En það er annað að frétta að ég komst inn í Ljósmyndaskóla Sissu og er afskaplega hamingjusöm yfir því. Nú er bara spurningin hvernig ég á að fá pening.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli