miðvikudagur, apríl 09, 2003

Fréttayfirlit

Á föstudaginn las ég upp tölur á kosningavökunni, einnig tók ég boybandlag með Kára forseta vorum og sá rass. Okkur Hildigunni fannst það mjög fyndið. Síðan fór ég á pínu skrall og hitti Bolla, sem hét í raun Ketill og hitta líka klósettvörð í hlutastarfi.

Á laugardaginn fór ég til Akureyrar með Kórnum. Ritað verður meira um það seinna en hér verður getið lágpunkta og hápunkta...
Lágpunkturinn var þegar 96% kórsins fékk sér bakaðar baunir í kvöldmat og mátti finnast langar leiðir á lyktinna eftir það hvar kórinn var staddur, hverju sinni.
Hápunktarnir voru tveir. Þegar við fengum dýrindis málsverð í VMA (sem er mun betri en MA) og svo þegar við Skördí fórum í sund, sýndum listdans í rennibrautinni og sýndum fólki hvernig á að setja sundbol upp í rass til þess að renna hraðar.. allar fjölskyldurnar sem voru í sunnudagssundferðinni sáu það líka.

Í dag gerðist svo ekkert merkilegt. Ég sá reyndar að einhver var að kvarta á kommentum hér fyrir neðan. E.t.v. verða lagfæringar gerðar seinna, en ég vil bara benda á það að það þýðir ekkert að kvarta yfir að vera ekki með link á réttum stað og ég fæ ekki svo mikið sem lítinn link!

Ég hef heitið því að grýta hvern þann karlmann sem talar meira um þjöppun á lufsum, að skíta í beyglur eða einhvern annan ósóma. Eru virkilega til fleiri en þrír strákar í heiminum sem að finnst þetta fyndið? Þeir gefi sig þá vinsamlegast fram hér (ég skal ekki grýta þá).

0 ummæli: