föstudagur, apríl 04, 2003

Þar gala gaukar, þar vaxa laukar...

... hver kann svo restina af setningunni í þessu ljóði. Mig sárvantar hana og bið um hjálp (vinsamlegast kommentið ef að þið kunnið afganginn).

Annars er það helst að frétt að ég lifi í alsnæktum í pólitík skólans. Ég fæ nóg að borða og drekka, í mig er dælt skemmtiefni og pappír festist iðulega við skóna mína sem gerir það að verkum að skósólinn eyðist minna. Lifi kosningavikann. Já og margt skemmtilegt getur átt sér stað í kosningavikunni. Hér eru tvær sögur..

Brandarablaðið er gefið út af Uglu og Iris the Virus. Það er afar skemmtilegt blað og fá þær báðar Plöggorðu fyrir að endurvekja MH andann. En sagan er s.s. þessi: Á fyrsta tölublaði Konsingabrandarablaðsins var forsíðan eitthvað á þessa leið:

Athyglisverð fólksfækkun á Íslandi?
Haft eftir forsætisráðherra um stríðið í Írak á nýafstöðnum landsfundi Sjálfstæðismanna
,,og við íslendingar höfum tekið afstöðu í þessu máli..."

Kosningaráróður er gjarnan hengdur á hverja tröppu í stiganum upp að Miðgarði. Þessi kosningaráróður á þó oft til að losan og flækjast fólki um fætur. Slíkt gerðist í fyrra þegar ungur ónefndur drengur varð fyrir því óhappi að flækjast í einum slíkum, detta og puttabrotna. Reiður, með gifsi á putta, fór hann að leita að meðlimum framboðsins sem báru ábyrgð á flækingsáróðrinum. Hann fann slíka stúlku þar sem hún stóð á tali við mig og otaði ákaft gifsputtanum að henni á meðan hann tilkynnti hátt og snjallt að framboðið hennar myndi ekki fá hans atkvæði. Nei, hann ætlaði sko að kjósa hitt framboðið sem var ekki að stórslasa fólk hér í skólanum. Oh hvað ég var glöð að hann puttabrotnaði og ákvað þess vegna og kjósa mig og mitt framboð!

P.S. ég tek ekki ábyrgð á stafsetningarvillum, það gerir hver sem vill

0 ummæli: