mánudagur, apríl 14, 2003

Þetta hefur verið viðburðarrík helgi og ekki verða fleiri orð höfð um hana.

Af deginum í dag ber helst að nefna að Nanna Hjaltamamma hefur gjörst svo hugljúf að hlekkja á mig og þykir mér það með eindæmum mikill heiður. Megi hún mikla þökk hafa fyrir það.
Einnig ber að nefna að ég fór niður í Andaskítsgarð (eða Hljómskálagarð) í dag með ritstjórn Beneventum til þess að taka af þeim nokkrar myndir. Þau vildi ólm leggjast í andaskítinn til þess að taka mynd eins og er alltaf á öllum plaggötum fyrir Hárið en sem betur fer hættu þau við það. Í staðinn klifruðum við upp á skúr og frömdum nokkur áhættuatriði, t.d. stóðu þau öll fyrir neðan skúrinn og ég stökk niður og þau gripu mig. Einhvernveginn fannst mér þetta öruggara en að príla afturábak niður, kannski vegna þess að ég var í pilsi.

Bloggstríði við Inga er nú lokið. Aðallega vegna þess að ég fann ekkert ljótt um hann að segja (mér fannst tussa eða pjölla ekki viðeigandi) og vegna þess að fyrsta setningin var sú eina sem að ég meinti. Ég veifa því hvíta fánanum hér með.

0 ummæli: