Staðreynd eitt
Það kom enginn á tónleikana mína í gær. Skamm, þið misstuð af miklu!
Staðreynd tvö
Pjölluverðlaununum er breytt hér með. Undarlegustu kynnarnir eru að sjálfsögðu Ellý Einhversdóttir og Þorsteinn Bachman sem stóðu sig eins og mörgæs og heftari á kynningu söngkeppni framhaldskólanna 2003. Nýr flokkur, þreyttasti selebinn, hefur hafið göngu sína og hlýtur Birgitta Haukdal þann heiður með 120% atkvæða. Leyndir sigurvegarar sem áttu að vinna að mati allra annara en dómnefndar er einnig nýr flokkur og hljóta Andri og Skördí, ofursvala fólkið með meiru þann heiður.
Staðreynd þrjú
Hver ruslatunna heimilisins er yfirfull af snýtubréfum útötuðum í líkamsvessa. Ég hef eyttt heilum regnskógi í að snýta mér og mun planta trjám í sumar.
Staðreynd fjögur
Samkvæmt Braga á George Bush stóra kartöflu í staðin fyrir haus. Ég hef kannað málið og þetta er satt.
Staðreynd fimm
Sýning á myndinni Independence Day var afar óviðeigandi á laugardagskvöldið. Bandaríkjamenn eru hetjur og bjarga heiminum, forsetinn þeirra er ávallt góður, hugrakkur og heill maður (vondi kallinn er að sjálfsögðu varnarmálaráðherra). Af einhverjum ástæðum kom Írak þó nokkuð við sögu, þó að það kæmi söguþræðinum ekkert við. Fussum svei, ekki vissi ég að Bandaríkjamenn ættu hluta í RÚV.
Staðreynd sex
Einu sinni þjónaði ég fólki frá Varnarmálaráðuneyti Íslands. Það á víst ekki að vera til, það hef ég allavega haldið til þessa. Ég lenti í heiftarlegu rifrildi við Önnu Pálu og Yngva útaf þessu (rifrildið samanstóð af "Nei það er ekki til" "Víst" og endurtekningum). Þrátt fyrir að það sé ekki til þá komu nú samt 10-15 manns sem sögðust vera frá Varnarmálaráðuneyti Íslands og 10 Bandaríkjamenn af vellinum út að borða til mín. Þau drukku mikið og svo var reikningurinn sendur á Varnarmálaráðuneyti Íslands. Ég var nýfarin heim þegar reikningurinn var gerður upp og samstarfskona mín sá ekkert merkilegt við Varnarmálaráðuneyti Íslands og tók því ekki eftir heimilisfanginu. Ég er enn að leyta frekari sannana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 ummæli:
Skrifa ummæli