þriðjudagur, mars 18, 2003

Vissir þú að...

... árið 1991 varpaði Bandaríski herinn 80.000 tonnum af sprengjum á Írak? Það jafnast á við 7 sprengjur sem varpað var á Hiroshima.
... síðustu ár hefur ekki liðið mánuður þar sem Bandaríkjamenn og Bretar varpa ekki sprengjum á Írak? Sprengjur sem innihalda sneytt úran?
... af völdum sneydda úransins hafa Írakar og Bandarískir hermenn, sem komist hafa í tæri við það, eignast hræðilega vansköpuð börn, sem í sumum tilfellum hafa verið svo vansköpuð að þeim hefur ekki verið kleift að lifa?
... talið er að 1,7 milljónir manna hafi látist í beinum afleiðingum af viðskiptabanninu í Írak, þar af 60% börn? Fólk hrynur niður úr hungri og sjúkdómum sem til eru lækningar við, en engin lyf fást í landinu út af viðskiptabanninu.
... tíðni krabbameina meðal barna í Írak er ein sú hæsta í öllum heiminum?
... sú upphæð sem Bush jók, ég endurtek, JÓK til hernaðar í Bandaríkjunum jafngilti þeirri upphæð sem að Sameinuðu Þjóðirnar birtu í nýlegri skýrslu um hversu mikla fjárhæð þyrfti til þess að eyða öllu hungri í heiminum?
... árið 1998 höfðu Írakar uppfylt 97% af kröfum Bandaríkjamanna? Þrátt fyrir það afléttu þeir ekki viðskiptabanninu.
... til þess að komast til Írak þarf hluti af bandaríska hernum að fara yfir eyðimörk þar sem 5. hver hermaður getur átt á hættu að deyja vegna vatskorts, hita og salttaps?

Ég er ekki að taka afstöðu Saddams enda er ekki hægt að hafa neitt gott um þann mann að segja, né þá Bush, en í Írak þjáist saklaust fólk vegna fullorðinna manna sem láta eins og 6 ára börn á róluvelli.

0 ummæli: